Spunasýningar
Improv Ísland sýnir spunasýningar í Þjóðleikhúskjallaranum alla miðvikudaga.
Út frá orði frá áhorfendum býr Improv Ísland til glænýja spunasýningu. Leikhópurinn samanstendur af 20 spunaleikurum sem skiptast á að sýna ólík spunaform ásamt því að fá til sín þjóðþekkta gesti. Það mætti segja að allar sýningar séu frumsýning og lokasýning á brakandi fersku gríni sem allt verður til á staðnum.
Hópaafsláttur
Vantar vinnustaðnum sprenghlægilega kvöldskemmtun?
Improv Ísland býður uppá hópafslætti fyrir meðalstóra og stóra hópa.
Fyrir frekari upplýsingar sendið póst á midasala@leikhusid.is
Tilraunakvöld
Tilraunakvöld Improv Ísland eru haldin einu sinni í mánuði Þjóðleikhúskjallaranum.
Nýjustu spunaleikarar Improv Ísland stíga á stokk og gera tilraunir með form.
Lið sem vilja taka þátt í Tilraunakvöldum sendið póst á tilraunakvoldimprov@gmail.com
Improv Jam
Improv Jam Improv Ísland eru haldin nokkrum sinnum á önn.
Þar getur hver sem er sett nafnið sitt í hatt en svo er dregið í lið sem sýna 10 mínútna spuna. Frábær leið fyrir nýliða til að spinna meira og til að koma sér betur inn í improv samfélagið.
Ókeypis er fyrir félagsmenn Improv Ísland.