
Skráðu þig á póstlista Improv Ísland til að fá fyrstu fréttir um næstu námskeið.
„Námskeiðið var
fullkomið.“
“Mér fannst allt bara
algjör snilld!”
“Eitt það allra skemmtilegasta og besta
sem ég hef nokkru sinni gert.“

Námskeið

-
Spuni 101 - Byrjendanámskeið
Farið er yfir grunnreglur spunans á skemmtilegan og uppbyggilegan hátt. Kynnt er hugmyndafræðin um „Já og“ og „fyrsta sem þér dettur í hug“ en þær nýtast ekki aðeins á sviði leiklistar heldur í allri skapandi vinnu sem og í lífinu sjálfu.
Þriðjudagar og fimmtudagar kl.19-22.
8 skipti.
Fyrsti tími 19.ágúst.Námskeiðið er kennt í Austurstræti 5.
-
Upprifjunarnámskeið - Spuni 101-301
Fórstu á spunanámskeið fyrir einhverju síðan en þarft smá upprifjun? Viltu skerpa á Hverjir/Hvar/Hvað, karaktersköpun og hlustun? Langar þig kannski bara að hafa gaman?
Í ágúst verður boðið upp á þrjú upprifjunarnámskeið í spuna.
Spuni 101 upprifjun - 9. og 10. ágúst kl.12-16
Spuni 201 upprifjun - 16. og 17. ágúst kl.12-16
Spuni 301 upprifjun. - 30. og 31 .ágúst kl.12-16Nauðsynlegt er að hafa lokið Spuna 101 eða sambærilegu námskeiði til að fara á Spuni 101 upprifjun. Sama gildir um hin námskeiðin — það þarf að hafa lokið Spuni 201 og Spuni 301.
Kennari: Vigdís Hafliðadóttir og Björk Guðmundsdóttir
Námskeiðið er kennt í Austurstræti 5
-
Spuna BOOTCAMP
Æfingabúðir til að koma sér í spunaform. Margar hnitmiðaðar æfingar með mismunandi fókus. Verði er haldið í lágmarki þannig að þótt að fólk komist ekki alltaf sé það samt hagstætt.
Góður undirbúningur fyrir prufur Improv Ísland.Nauðsyn að hafa klárað Spuna 301 eða sambærilegt námskeið.
Vika 1 (12.-14.ágúst)
Þri kl.20-22, Mið kl.20-22, Fim kl.17-19
Vika 2 (18.-21.ágúst)
Mán kl.17-19, Mið kl.20-22, Fim kl.17-19
Vika 3 (25.-28.ágúst)
Mán kl.17-19, Mið kl.20-22, Fim kl.17-19Kennari: Steiney Skúladóttir
Námskeiðið er kennt í Austurstræti 5
Verð
3 vikur - 34.000 kr
2 vikur - 28.000 kr
1 vika - 17.000 krFyrir skráningu sendið póst á improvisland@improvisland.is
-
Gjafakort - Spunanámskeið
Endalaus gleði í pakkann!
Eitt námskeið
Rafrænt gjafakort sem gildir sem inneign á eitt námskeið að verðmæti 54.000 kr hjá Improv Ísland.
Gjafakortið gildir í eitt ár. Það er hægt að senda það rafrænt á viðtakanda og stilla dag/tímasetningu sendingar í kaupferlinu eða eftir að kortið hafur verið greitt. Gjafakortið vistast í Apple/Google wallet viðtakanda.
Hægt er að bóka gjafakort fyrir aðrar upphæðir með því að senda tölvupóst á improvisland@improvisland.is.
Dagatal
SKILMÁLAR
Skráning og endurgreiðslur
Vertu viss um að þú sért að skrá þig á námskeið sem hentar þér hvað varðar dagsetningar, tímasetningu og getustig. Við gerum okkar besta til að leiðrétta rangar skráningar en það getur komið fyrir að það sé ekki hægt.
Þegar þú hefur greitt fyrir námskeið hjá Improv Ísland hefur þú 14 daga til að til að hætta við og fá námskeiðið endurgreitt að fullu (sbr. 1. mgr. 8 gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga). Beiðni um endurgreiðslu þarf að senda á netfangið improvisland@improvisland.is amk. 14 dögum áður en námskeiðið hefst. Sé gengið frá kaupum á námskeiði sem hefst innan 14 daga átt þú ekki rétt á endurgreiðslu eða tilfærslu á annað námskeið (sbr. 10. gr. laga nr. 46/2000).
Falli námskeið niður er þátttakendum sem greitt hafa fyrir námskeið boðið að færa skráningu á annað námskeið, eiga inneign eða fá fulla endurgreiðslu.
Fyrir þátttakendur
Þátttakendur sem skrá sig á námskeið, önnur en grunnnámskeið, þurfa að hafa lokið undanfara námskeiðsins sem tiltekinn er í námskeiðslýsingu á vefsíðu félagsins. Námskeiði telst lokið hafi viðkomandi sótt að minnsta kosti 80% kennslustunda námskeiðsins. Improv Ísland áskilur sér rétt til að breyta eða endurgreiða skráningu ef þátttakandi hefur ekki lokið nauðsynlegum undanförum námskeiða líkt og kemur fram í námskeiðslýsingu. Improv Ísland áskilur sér rétt til að vísa þátttakanda frá námskeiði ef viðkomandi verður uppvísa af óviðeigandi hegðun gagnvart öðrum þátttakendum eða kennurum námskeiðsins. Sé þátttakanda vísað af námskeiði er í engum tilfellum veitt endurgreiðsla.
Persónulegir munir þátttakenda eru á þeirra eigin ábyrgð og ekki á ábyrgð Improv Ísland eða kennara félagsins. Heilsa og hegðun þátttakenda er á þeirra eigin ábyrgð og Improv Ísland er einungis ábyrgt ef hægt er að rekja líkamstjón þátttakenda á námskeiðum til stórfellds gáleysis af völdum félagsins eða starfsmanna þess.
Ábendingum og kvörtunum skal beint til kennara námskeiðs eða sendar á framkvæmdastjóra Improv Ísland á email improvisland@improvisland.is.
Fullum trúnaði er heitið.
Kort og greiðslur
Greiðslur fyrir námskeið fara í gegn um sölusíðuna Glaze og þar er tekið við Visa og Mastercard. Allar upphæðir eru í íslenskum krónum og innihalda alla þá skatta og gjöld sem félaginu ber að greiða.
Skilmáli þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.
TERMS AND CONDITIONS
Registration and Refunds
Ensure that you register for a workshop that suits you in terms of dates, timing, and skill level. We do our best to correct incorrect registrations, but sometimes it may not be possible.
Once you have paid for a workshop with Improv Iceland, you have 14 days to cancel and receive a full refund (according to paragraph 1, article 8 of law no. 46/2000). Refund requests must be sent to the email address improvisland@improvisland.is at least 14 days before the workshop starts. If you purchase a workshop that starts within 14 days, you are not entitled to a refund or transfer to another workshop (according to article 10 of law no. 46/2000).
If a workshop is cancelled, participants who have paid will be offered to transfer their registration to another workshop, receive a credit, or get a full refund.
For Participants
Participants registering for workshops, other than beginner courses, must have completed the prerequisite courses specified in the workshop description on the Improv Iceland website. A workshop is considered completed if the participant has attended at least 80% of the workshop sessions. Improv Iceland reserves the right to modify or refund a registration if the participant has not completed the necessary prerequisites as stated in the workshop description. Improv Iceland reserves the right to dismiss a participant from a workshop if they exhibit inappropriate behaviour towards other participants or instructors. If a participant is dismissed from a workshop, no refund will be given under any circumstances.
Participants' personal belongings are their own responsibility and not that of Improv Iceland or its instructors. Participants' health and behavior are their own responsibility, and Improv Iceland is only liable if a participant's physical injury during a workshop can be traced to gross negligence by Improv Iceland, its employees or instructors.
Feedback and complaints should be directed to the workshop instructor or sent to the managing director of Improv Iceland at the email improvisland@improvisland.is.
Full confidentiality is guaranteed.
Cards and Payments
Payments for workshops are processed through the sales site Glaze, which accepts Visa and Mastercard. All amounts are in Icelandic krona and include all taxes and fees that Improv Iceland is required to pay.
These terms are in accordance with Icelandic law. Any disputes arising from them shall be handled by the District Court of Reykjavik.