Steiney Skúladóttir
Steiney fór á sitt fyrsta spunanámskeið 2014 og varð samstundis ástfangin. Til að rækta þessa ást flutti hún til Los Angeles 2019 til að læra spuna. Hún hefði líklega aldrei komið heim ef ekki hefði verið fyrir Covid-19 og landamæraeftirlit Bandaríkjanna. Hún var listrænn stjórnandi Improv Ísland um stund en núna er hún óbreyttur leikmaður, tilbúinn að spinna sig út í eilífðina.
Þegar Steiney er ekki að spinna er hún dagskrárgerðarkona, rappari og skemmtari.