Spuni 101 - Byrjendanámskeið
Um námskeiðið
Farið er yfir grunnreglur spunans á skemmtilegan og uppbyggilegan hátt, karaktersköpun og uppbyggingu senu. Kynnt er hugmyndafræðin um „Já og“ en hún nýtist ekki aðeins á sviði leiklistar heldur í allri skapandi vinnu sem og í lífinu sjálfu. Spuninn ögrar okkur og kennir okkur að vera í núinu.
Praktískar upplýsingar
Stundaskrá: Þriðjudagar og fimmtudagar kl 19-22
Fyrsti tími: 10. september
Kennari: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir
Verð: 42.000 kr (athugið að stéttarfélög taka oft þátt í kostnaði)
Kennt á Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47, 107 Reykjavík. Hjólastólaaðgengi, nóg af bílastæðum og strætó nr. 11 og 15 stoppa fyrir utan.