Improv Ísland heldur regluleg spunanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Skráðu þig á póstlista Improv Ísland til að fá fyrstu fréttir um næstu námskeið.

Spunanámskeið Improv Ísland

Spuni 301 - Haraldurinn

Þriðjudagar og fimmtudagar kl 19:00-22:00

Kennari: Steiney Skúladóttir

Fyrsti tími: Þriðjudagurinn 30. júlí
Verð: 42.000 kr (athugið að stéttarfélög taka oft þátt í kostnaði)

Kafað er djúpt og vel í regluverk spunaformsins Haraldurinn. Haraldurinn er af mörgum talinn erfiðasta form spunans þannig ef að þú ert klár á honum þá geturðu allt. Nemendum er færð meiri ábyrgð á þessu námskeiði þar sem nú er komið að því að halda uppi heilli sýningu.

Kennt á Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47, 107 Reykjavík. Hjólastólaaðgengi, nóg af bílastæðum og strætó nr. 11 og 15 stoppa fyrir utan.

Umsagnir nemenda

„Mér fannst allt bara algjör snilld!“Gott námskeið, hefði ekki viljað hafa það öðrvísi.“

„Eitt það allra skemmtilegasta og besta sem ég hef nokkru sinni gert.“

„Námskeiðið var fullkomið.“ „Skemmtilegt og fróðlegt námskeið sem gaf góða innsýn í langspuna.“

Gott námskeið, hefði ekki viljað hafa það öðrvísi.“

Spuni 101 - Grunnurinn

Farið er yfir grunnreglur spunans á skemmtilegan og uppbyggilegan hátt, karaktersköpun og uppbyggingu senu. Hugmyndafræðin er útskýrð en hún nýtist ekki aðeins á sviði leiklistar heldur í allri skapandi vinnu sem og í lífinu sjálfu. Spuninn ögrar okkur og kennir okkur að vera í núinu.

Skráðu þig á póstlistann til að fá tölvupóst þegar skráning opnar.

Spuni 201 - Leikurinn

Á þessu námskeiði er einblínt á hvernig er best að vinna með grínhugmynd í senu. Aðferðir til að láta senur þróast og ganga upp eru í brennidepli. Unnið er út frá hugtakinu um „leikinn“ (e. The game) og hvernig við getum fundið öryggi í honum.

Skráðu þig á póstlistann til að fá tölvupóst þegar skráning opnar.

Spuni 301 - Haraldurinn

Kafað er djúpt og vel í regluverk spunaformsins Haraldurinn. Haraldurinn er af mörgum talinn erfiðasta form spunans þannig ef að þú ert klár á honum þá geturðu allt. Nemendum er færð meiri ábyrgð á þessu námskeiði þar sem nú er komið að því að halda uppi heilli sýningu.

Skráðu þig á póstlistann til að fá tölvupóst þegar skráning opnar.

Söngleikjaspuni

Nemendur læra að spinna mismunandi gerðir af söngleikjalögum á staðnum. Farið verður yfir grundvallaratriði í spunatextagerð og -hreyfingum og öllu því sem þarf til að gera hinn fullkomna spunasöngleik.

Skráðu þig á póstlistann til að fá tilkynningu um næsta söngleikjaspunanámskeið.

Önnur námskeið

Reglulega eru haldin styttri námskeið sem kafa dýpra í ákveðna hluta spunans, t.d. verður á næstunni haldið námskeið þar sem spunaformið La Ronde verður kennt.

Skráðu þig á póstlistann til að fá tilkynningu um næstu námskeið.