Spuni 401 - Undirbúningur fyrir prufur

Um námskeiðið

Fjögurra skipta námskeið þar sem einblínt er á undirbúning fyrir prufur Improv Ísland. Organískar senur og grunnreglur spunans verða í forgrunni; hlustun, að vera sammála, ákvarðanataka og að finna og spila Leikinn. Kennari veitir hverjum og einum nemanda upplýsandi og hjálplega gagnrýni.

Hægt er að skrá sig í allt námskeiðið eða eitt og eitt skipti.

Praktískar upplýsingar

Stundaskrá: Laugardagar og sunnudagar kl. 13-16
Skipti: 4 skipti
Fyrsti tími: Laugardaginn 17. ágúst
Kennari: Ylfa Ösp Áskelsdóttir
Verð: 28.000 kr. fyrir allt námskeiðið eða 9.000 kr. fyrir stakan tíma. (athugið að stéttarfélög taka oft þátt í kostnaði)


Kennt á Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47, 107 Reykjavík. Hjólastólaaðgengi, nóg af bílastæðum og strætó nr. 11 og 15 stoppa fyrir utan.